Ráðleggingar

Ráðlagður tími er eingöngu til viðmiðunar.

Best er að nota skynsemina og fara í stuttan tíma til að byrja með og auka tímann síðan hægt og rólega. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að viðkvæm húð brenni.
Mælt er sérstaklega með því að þeir sem eru að fara í fyrsta skipti í ljós eða hafa ekki stundað ljós í langan tíma að taka stysta tímann til að byrja með.
Best er að láta líða 48 klukkustundir á milli tíma.
Aldrei fara oftar en einu sinni í ljós á dag.
Nota sólarkrem eða sólarvörn. Flest Australian Gold kremin eru þróuð til að nota bæði innan dyra og utan. Kremin auka árangur ásamt því að næra og verja húðina.

VIÐVÖRUN

Útfjólublá geislun getur skaðað augu og húð. Notið alltaf hlífðargleraugu. Ákveðin lyf og snyrtivörur geta aukið ljósnæmi og valdið bruna.